Námskeiðslýsingar

Öll íslenskunámskeið Liberis Fræðslumiðstöðvar fylgja námská Menntamálaráðuneytis í íslensku fyrir útlendinga.

ÍSLENSKA A1.1

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Fyrir þá sem eru að byrja að læra íslensku frá grunni og vilja læra grunnatriði í samskiptum í einföldum daglegum aðstæðum.
  • Markmið:
    Markmiðið er að öðlast grunnfærni í skilningi og tali – að geta kynnt sig, spurt einfaldra spurninga og brugðist við í daglegum aðstæðum.
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • stafrófið og framburð,
    kynningar (heilsur og kveðjur), upprunaland, tungumál 
    • einfaldar spurningar og svör,
    • helstu sagnir og grunnsetningagerðir. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Notuð eru hljóðupptökur, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot, borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A1.2

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er framhald af stigi A1.1 og hentar einnig þeim sem hafa þegar öðlast grunnþekkingu í íslensku. Orðaforði er aukinn þannig að þátttakendur geti notað einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Viðfangsefni tengjast orðaforða um daglegar athafnir. Lögð er áhersla á tal, hlustun, lestur og skrift, með sérstakri áherslu á daglegt mál og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Aukið er við málfræðikunnáttu í tengslum við námsefnið.
  • Markmið:
    Markmiðið er að nota tungumálið með meiri öryggi í einföldum samtölum – að skilja stutta texta og orðasambönd í daglegum aðstæðum.
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • nafn, heimilisfang,
    • almenn kurteisisorð,
    tölur, aldur, klukkuna, tímasetningar
    • nútíð, framtíð og þátíð,
    • heiti daga og mánaða,
    • að versla, verð,
    • að koma til Íslands,
    kyn nafnorða og lýsingarorð  
  • Aðrar upplýsingar:
    Notuð eru hljóðupptökur, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot, borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.1a

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er framhald af íslensku A1.2 og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku á stigum A1.1 og A1.2. Kenndur er orðaforði tengdur daglegu lífi, veikindum, fjölskyldu, mat og starfi einstaklings. Einnig er lögð áhersla á að kynna íslenskt samfélag. Nemendur efla sjálfstraust sitt í að tjá sig á íslensku með áframhaldandi þjálfun í að tala, skilja, lesa og skrifa íslensku. Í kennslu  eru notuð fjölbreyttar kennsluaðferðir. Málfræði er kennd áfram í tengslum við námsefnið. 
  • Markmið:
    Markmiðið er að geta skilið helstu upplýsingar í einföldum samtölum og tjáð sig sjálfstætt um kunnugleg efni. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • skóladagurinn, vinnudagurinn,
    • orðaforði tengdur vinnu,
    • mismunandi orð yfir mat,
    • leggja á borð og taka af borði,
    • að panta mat,
    • að kaupa mat,
    • að fara til læknis, líkaminn,
    • að tilkynna veikindi,
    • að kaupa lyf,
    geta sagt stuttlega um fjölskylduna sína 
  • Aðrar upplýsingar:
    Notuð eru hljóðupptökur, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.1b

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er framhald af íslensku A2.1-A. Lögð er áhersla á að efla orðaforða og tjáningarfærni í daglegum aðstæðum, svo sem tengdum heilsu, þjónustu, frítíma og starfi. Nemendur læra að taka þátt í lengri samræðum, skilja algenga texta og skrifa einfaldar setningar og tölvupósta. 
    Málfræði er kennd í tengslum við námsefnið og námskeiðið veitir jafnframt innsýn í íslenskt samfélag og daglegt líf. Markmiðið er að auka sjálfstraust og sjálfstæði nemenda við notkun íslenskunnar. 
  • Markmið:
    Markmið námskeiðsins er þróa hæfni til skilja og tjá sig í mismunandi aðstæðumdaglegs lífs, meðal annars á vinnustað, í samskiptum við opinberar stofnanir, þjónustuog í félagslegum samskiptum. Nemendur æfa sig í nota íslensku bæði munnlega ogskriflega, með áherslu á raunhæfa og hagnýta notkun tungumálsins.
  • Á námskeiðinu verður fjallað um:
    útlit og fatnað 
    veður og árstíðir 
    heimili, húsgögn og flutningar 
    sagnir – 1. og 2. Regla, nútíð og þátíð + þolfall 
    áhugamál og tómstundir 
  • Aðrar upplýsingar:
    Í kennslunni eru notuð hljóðefni, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.2a

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið íslensku á stigi A2.1-A eða hafa svipaðakunnáttu. Það hentar þátttakendum sem vilja bæta tjáningarfærni sína í daglegumaðstæðum, auka orðaforða sinn og læra nota íslensku á fjölbreyttan hátt – í vinnu, skóla og daglegu lífi. 
  • Markmið:
    Markmið námskeiðsins er að þróa hæfni til að skilja og nota íslensku í mismunandi aðstæðum daglegs lífs. Áhersla er lögð á þjálfun í tali og hlustun í raunverulegum samræðum en einnig á notkun algengustu sagna í nútíð og þátíð og rétta notkun fornafna og forsetninga. Þjálfun í hæfni til að lýsa fólki, deginum sínum og aðstæðum á skýran hátt.  
    Þátttakendur kynnast einnig betur íslenskri menningu, daglegu lífi og landafræði Íslands. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um: 
    orðaforða tengdan heimili, húsgögnum og flutningum; notkun forsetninga („við“, „með“, „til“) og persónufornafna, 
    daglegar venjur og skipulag dagsins; beyging sagnorða í nútíð þjálfuð 
    persónuleika, tilfinningar og lýsingarorð; notkun afturbeygðra sagna, 
    ferðalög, landshluta Íslands, sumarleyfi og samskipti við gesti. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Í kennslunni eru notuð hljóðefni, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.2b

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B1.1a

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B1.1b

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B2.1a

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B1.2b

  • Síðan er í uppfærslu

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn A1.1-A1.2

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki leikskóla og grunnskóla sem vill bæta færni sína í íslensku og nota tungumálið í daglegum samskiptum við börn, foreldra og samstarfsfólk. Námið hentar sérstaklega þeim sem eru á byrjunarstigi (A1.1–A1.2). 
  • Markmið:
    Markmiðið er að byggja upp traustan grunn í íslensku, efla sjálfstraust í tali og skilningi og auka hæfni þátttakenda til að nota íslensku í daglegu starfi og í samskiptum innan skólasamfélagsins. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • orðaforða tengdan fötum, litum og daglegum aðstæðum barna. 
    • matur, hlutir í matartíma og samskipti tengd borðhaldi. 
    • leikur og starf – sagnorð og orðaforði sem tengjast leik og námi. 
    • tilfinningar og líðan – að tjá og skilja einfaldar tilfinningar. 
    • mikilvæg hugtök og spurningar sem nýtast í starfi leik- og grunnskóla.  
  • Aðrar upplýsingar:
    Áhersla er lögð á virka þátttöku og raunhæfar æfingar sem tengjast daglegum verkefnum á vinnustað. Notaðar eru hljóðupptökur, myndir, samskiptaæfingar og hópavinna. Kennslan fer fram á einföldu og skýru máli og tengir fræði við hagnýta notkun. 

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn A2.1a-A2.1b

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki leikskóla og grunnskóla sem hefur lokið byrjendastigi(A1.1–A1.2) og vill styrkja hæfni sína í tala, skilja og nota íslensku í daglegumsamskiptum við börn, foreldra og samstarfsfólk. 
  • Markmið:
    Markmiðið er þátttakendur geti tekið virkari þátt í daglegum samskiptum á íslensku, brugðist við mismunandi aðstæðum í starfi og tjáð sig með meiri nákvæmniog öryggi. Lögð er áhersla á skilning, tjáningu og orðaforða tengdan starfi í leikoggrunnskólum. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • samskipti við samstarfsmenn biðja um hjálp, ræða daglegt starf og matartíma. 
    • samskipti við börn útskýra, leiðbeina og leysa verkefni saman. 
    • samskipti við foreldra ræða heilsu, líðan og daglegar aðstæður barna. 
    • líkamslýsingar, heilsutengd orð og hvernig lýsa vanlíðan og veikindum. 
    • fallbeygingar, hjálparsagnir og aukinn orðaforði tengdur vinnuumhverfi.
    • setningagerð, algengar spurningar og nytsamlegar orðatökur úr daglegu starfi. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Kennslan fer fram á einföldu og skýru máli með áherslu á virk samskipti og þátttöku. Notuð eru raunhæf verkefni, leikræn æfing, samræður, myndir og hljóðefni semtengjast vinnu í leikog grunnskólum. 

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn A2.2a-A2.2b

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki leikskóla og grunnskóla sem hefur lokið A2.1-stigi í íslensku og vill dýpka þekkingu sína á málfræði, orðaforða og tjáningu sem nýtist í daglegum samskiptum og vinnu með börnum og samstarfsfólki. 
  • Markmið:
    Markmiðið er efla skilning og tjáningu á íslensku á fjölbreyttan hátt, bæta notkunlýsingarorða, sagna og fallbeyginga og auka hæfni til nota íslensku á eðlilegan ogöruggan hátt í mismunandi aðstæðum. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • lýsingarorð og kyn lýsa hlutum, fötum og fólki. 
    • þolfall og þágufall nota rétt form í daglegum setningum. 
    • notkun sagna: mega og getaleyfi, möguleikar og færni. 
    • lýsingarorð: búinn og tilbúinn tala um aðgerðir og undirbúning. 
    • tilfinningar og líðan tjá tilfinningar og spyrja um líðan. 
    • sagnir og málfræði í tengslum við starf lýsa daglegum verkefnum og ábyrgð. 
    • endurtekning og orðabankigagnleg orð, kennimyndir og algengar spurningar. 
  • Aðrar upplýsingar:
    LLögð er áhersla á raunhæfar æfingar, samræður og verkefni úr daglegu starfi. Notuðeru myndræn gögn, hljóðefni og hópaverkefni til efla sjálfstraust og virkninemenda. Kennslan er hagnýt og tengd raunverulegum aðstæðum á vinnustað. 

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn B1.1 SPJALL NÁMSKEIÐ

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað starfsfólki leikskóla og grunnskóla sem hefur lokið stigum A1 ogA2 og vill bæta færni sína í íslensku með áherslu á talmál og virka notkun tungumálsinsí daglegu starfi. 
  • Markmið:
    Markmiðið er efla munnlega tjáningu og skilning á íslensku, bæta flæði í tali og aukahæfni þátttakenda til nota íslensku sjálfstætt í starfi og daglegum samskiptum. Kennslan fer lágmarki 70% fram á íslensku, með áherslu á þátttakendur noti þaðsem þeir hafa lært í fyrri námskeiðum. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    Morgunmóttaka barna og samskipti við foreldra. 
    Matartímarorðaforði tengdur máltíðum og daglegum aðstæðum. 
    Hópastarf og samverustundir taka þátt í umræðum og lýsa atburðum.
    Í fataklefanum og útivera tala um föt, veður og útivist.
    þakka fyrir daginn og kveðjur við lok dags. 
    Endurtekning á gagnlegum orðaforða og málfræði sem tengist vinnustaðnum. 
    nota íslensku til lýsa eigin reynslu og daglegum verkefnum.
  • Aðrar upplýsingar:
    Kennslan byggir á raunhæfum æfingum, samtölum, hlutverkaleikjum oghópaverkefnum. Grammatík er kennd í samhengi við þarfir hópsins. Lögð er áhersla á nota íslensku í samskiptum, skilja talað mál og byggja upp traust í daglegrimálnotkun.

Talþjálfun „Spjöllum saman”

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Forkröfur fyrir þetta 20 kennslustunda námskeið eru nemendur hafi lokið íslensku á stigum 1 og 2 (A1) eða hafi öðlast sambærilega kunnáttu. Námskeiðið hentar þeim semvilja bæta færni sína í tali, frásögn og framburði í daglegum samskiptum. 
  • Markmið:
    Markmiðið er þjálfa þátttakendur í samræðum og frásögn í mismunandi aðstæðum, skerpa á framburði, setningafræði og grunnmálfræði, og efla orðaforða. Lögð er áherslaá nota íslensku í lifandi samskiptum og nemendur verði öruggari í tjá sig. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um:
    frásögn og samræður í mismunandi aðstæðum, 
    þjálfun í framburði og hreim,
    grunnatriði í setningagerð og málfræði, 
    orðaforða sem nýtist í daglegu lífi og starfi, 
    munnlegar æfingar og frásagnir um áhugaverð málefni, 
    fjölbreyttar kennsluaðferðir sem koma til móts við þarfir þátttakenda.
  • Aðrar upplýsingar:
    Kennslan byggist á samtölum, hlustunaræfingum og hagnýtum verkefnum sem tengjastraunverulegum aðstæðum. Lögð er áhersla á virka þátttöku og einstaklingsmiðaðaleiðsögn kennara.

Undirbúningsnámskeið fyrir íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem hafa lokið a.m.kA1.1 og A1.2 þrepi í íslensku eða hafa öðlast sambærilega færni. Það hentar þeim sem hyggjast þreyta íslenska ríkisborgaraprófið í tungumáli og vilja styrkja mál- og samskiptahæfni sína með hagnýtum æfingum og markvissri þjálfun.
  • Markmið:
    Markmiðið er að efla sjálfstæði og öryggi þátttakenda í tjáningu á íslensku, bæta skilning á töluðu og rituðu máli og undirbúa nemendur fyrir íslenska ríkisborgaraprófið með áherslu á hagnýta málnotkun í daglegu lífi. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    samtöl og spurningar úr daglegu lífi, 
    framburðarþjálfun og myndalýsingar, 
    leiknar aðstæður og samræður, 
    • helstu atriði íslenskrar málfræði með hagnýtu sjónarhorni,
    orðaforða sem nýtist í prófi og í daglegum samskiptum, 
    ritun stuttra texta og skilning á einföldum ritgerðum. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Lögð er áhersla á virka þátttöku, fjölbreyttar æfingar og notkun raunhæfra aðstæðna. Notuð eru hljóðefni, samræður, myndir, upptökur til að auka sjálfstraust og færni nemenda.

Enska A1.1

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað fullorðnum sem eru að hefja nám í ensku frá grunni og vilja læra að nota tungumálið í einföldum daglegum samskiptum. 
  • Markmið:
    Markmiðið er að kenna grunnatriði í ensku — stafrófið, einföld orð og setningar, helstu sagnir og orðasambönd sem nýtast í daglegu tali. Þátttakendur læra að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum og byggja upp sjálfstraust í að tala og skilja ensku. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um:
    enska stafrófið og framburður, 
    einfaldur orðaforði og spurningar: Hvað heitir þú? Hvaðan ertu?, 
    einfaldar kveðjur og kurteisleg orðasambönd, 
    persónufornöfn og grunnsagnir: to be, can,
    dagar vikunnar, tölur og einfaldar dagsetningar, 
    æfingar í að lesa, hlusta og tala á einföldu máli, 
    hagnýt orð og spurningar til notkunar í daglegu lífi. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Kennslan fer fram á einföldu og skýru máli með áherslu á virka þátttöku. Notaðar eru myndir, hljóðupptökur, æfingar í pörum og hópum og stuttar samræður til að þjálfa tal og skilning

Enska A1.2

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað nemendum sem hafa lokið byrjendanámi (A1.1) og vilja styrkjafærni sína í ensku til geta talað um fjölskyldu, daglegt líf, útlit og áhugamál. 
  • Markmið:
    Markmiðið er þjálfa þátttakendur í nota ensku í einföldum samræðum um daglegtlíf, bæta skilning á málfræði og orðaforða og auka öryggi í tjáningu. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um:
    fleirtölu nafnorðareglur og dæmi, 
    sagnirnar have got og to be – tala um fjölskyldu, eigur og útlit, 
    eignarfornöfn og lýsingar, 
    nútíð: Present Simple og Present Continuous, 
    tímasetningar og tíðni – adverbs of frequency, 
    orðaforði tengdur fjölskyldu, daglegu lífi og útliti, 
    lestur og skilningur á einföldum textum. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Kennslan fer fram á einföldu og skýru máli með áherslu á virka þátttöku. Æfingar í tali, hlustun, lestri og ritun eru notaðar ásamt leikrænum verkefnum og hópavinnu.