Námskeiðslýsingar

Öll íslenskunámskeið Liberis Fræðslumiðstöðvar fylgja námská Menntamálaráðuneytis í íslensku fyrir útlendinga.

ÍSLENSKA A1.1

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Fyrir þá sem eru að byrja að læra íslensku frá grunni og vilja læra grunnatriði í samskiptum í einföldum daglegum aðstæðum.
  • Markmið:
    Markmiðið er að öðlast grunnfærni í skilningi og tali – að geta kynnt sig, spurt einfaldra spurninga og brugðist við í daglegum aðstæðum.
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • stafrófið og framburð,
    kynningar (heilsur og kveðjur), upprunaland, tungumál 
    • einfaldar spurningar og svör,
    • helstu sagnir og grunnsetningagerðir. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Notuð eru hljóðupptökur, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot, borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A1.2

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er framhald af stigi A1.1 og hentar einnig þeim sem hafa þegar öðlast grunnþekkingu í íslensku. Orðaforði er aukinn þannig að þátttakendur geti notað einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Viðfangsefni tengjast orðaforða um daglegar athafnir. Lögð er áhersla á tal, hlustun, lestur og skrift, með sérstakri áherslu á daglegt mál og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Aukið er við málfræðikunnáttu í tengslum við námsefnið.
  • Markmið:
    Markmiðið er að nota tungumálið með meiri öryggi í einföldum samtölum – að skilja stutta texta og orðasambönd í daglegum aðstæðum.
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • nafn, heimilisfang,
    • almenn kurteisisorð,
    tölur, aldur, klukkuna, tímasetningar
    • nútíð, framtíð og þátíð,
    • heiti daga og mánaða,
    • að versla, verð,
    • að koma til Íslands,
    kyn nafnorða og lýsingarorð  
  • Aðrar upplýsingar:
    Notuð eru hljóðupptökur, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot, borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.1a

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er framhald af íslensku A1.2 og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku á stigum A1.1 og A1.2. Kenndur er orðaforði tengdur daglegu lífi, veikindum, fjölskyldu, mat og starfi einstaklings. Einnig er lögð áhersla á að kynna íslenskt samfélag. Nemendur efla sjálfstraust sitt í að tjá sig á íslensku með áframhaldandi þjálfun í að tala, skilja, lesa og skrifa íslensku. Í kennslu  eru notuð fjölbreyttar kennsluaðferðir. Málfræði er kennd áfram í tengslum við námsefnið. 
  • Markmið:
    Markmiðið er að geta skilið helstu upplýsingar í einföldum samtölum og tjáð sig sjálfstætt um kunnugleg efni. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi atriði:
    • skóladagurinn, vinnudagurinn,
    • orðaforði tengdur vinnu,
    • mismunandi orð yfir mat,
    • leggja á borð og taka af borði,
    • að panta mat,
    • að kaupa mat,
    • að fara til læknis, líkaminn,
    • að tilkynna veikindi,
    • að kaupa lyf,
    geta sagt stuttlega um fjölskylduna sína 
  • Aðrar upplýsingar:
    Notuð eru hljóðupptökur, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.1b

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er framhald af íslensku A2.1-A. Lögð er áhersla á að efla orðaforða og tjáningarfærni í daglegum aðstæðum, svo sem tengdum heilsu, þjónustu, frítíma og starfi. Nemendur læra að taka þátt í lengri samræðum, skilja algenga texta og skrifa einfaldar setningar og tölvupósta. 
    Málfræði er kennd í tengslum við námsefnið og námskeiðið veitir jafnframt innsýn í íslenskt samfélag og daglegt líf. Markmiðið er að auka sjálfstraust og sjálfstæði nemenda við notkun íslenskunnar. 
  • Markmið:
    Markmið námskeiðsins er þróa hæfni til skilja og tjá sig í mismunandi aðstæðumdaglegs lífs, meðal annars á vinnustað, í samskiptum við opinberar stofnanir, þjónustuog í félagslegum samskiptum. Nemendur æfa sig í nota íslensku bæði munnlega ogskriflega, með áherslu á raunhæfa og hagnýta notkun tungumálsins.
  • Á námskeiðinu verður fjallað um:
    útlit og fatnað 
    veður og árstíðir 
    heimili, húsgögn og flutningar 
    sagnir – 1. og 2. Regla, nútíð og þátíð + þolfall 
    áhugamál og tómstundir 
  • Aðrar upplýsingar:
    Í kennslunni eru notuð hljóðefni, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.2a

  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið íslensku á stigi A2.1-A eða hafa svipaðakunnáttu. Það hentar þátttakendum sem vilja bæta tjáningarfærni sína í daglegumaðstæðum, auka orðaforða sinn og læra nota íslensku á fjölbreyttan hátt – í vinnu, skóla og daglegu lífi. 
  • Markmið:
    Markmið námskeiðsins er að þróa hæfni til að skilja og nota íslensku í mismunandi aðstæðum daglegs lífs. Áhersla er lögð á þjálfun í tali og hlustun í raunverulegum samræðum en einnig á notkun algengustu sagna í nútíð og þátíð og rétta notkun fornafna og forsetninga. Þjálfun í hæfni til að lýsa fólki, deginum sínum og aðstæðum á skýran hátt.  
    Þátttakendur kynnast einnig betur íslenskri menningu, daglegu lífi og landafræði Íslands. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um: 
    orðaforða tengdan heimili, húsgögnum og flutningum; notkun forsetninga („við“, „með“, „til“) og persónufornafna, 
    daglegar venjur og skipulag dagsins; beyging sagnorða í nútíð þjálfuð 
    persónuleika, tilfinningar og lýsingarorð; notkun afturbeygðra sagna, 
    ferðalög, landshluta Íslands, sumarleyfi og samskipti við gesti. 
  • Aðrar upplýsingar:
    Í kennslunni eru notuð hljóðefni, stutt samtöl, tungumálaleikir (t.d. Kahoot borðspil). Til stuðnings eru heimaverkefni og æfingar í pörum eða hópum notuð. 

ÍSLENSKA A2.2b

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B1.1a

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B1.1b

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B2.1a

  • Síðan er í uppfærslu

ÍSLENSKA B1.2b

  • Síðan er í uppfærslu

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn 1-2

Námskeiðið miðar að því að bæta orðaforða á skóla- og leikskólasviði. Farið verður ítarlega í að bæta hagnýtan grunnorðaforða tengdum börnum, umhverfinu, klæðnaði, matarvenjum og líðan barna. Áhersla er lögð á samskipti við börn, foreldra og  samstarfsfólk á vinnustað og að undirbúa þátttakendur fyrir störf og virka þátttöku í atvinnulífi þar sem íslenska á grunn- og leikskólastigi er í forgrunni. Nemendur fá fjölbreytta þjálfun í helstu þáttum tungumálsins þar sem málfræði er samofin í samræmi við hæfniþrep.

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn, stig 2-3

Framhald af námskeiðinu „Grunníslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn stig 1-2“. Markmið námskeiðsins er að bæta og auka orðaforða sem notaður er í skóla og á leikskólum. Á námskeiðinu er ítarleg umfjöllun um hagnýtan orðaforða sem tengist daglegum störfum. Lögð er áhersla á samskipti við börn, foreldra og samstarfsfólk á vinnustað. Farið er í helstu atriði sjálfstyrkingar með það að markmiði að þátttakendur læri að efla sjálfsmynd sína. Fólk er styrkt í almennum samskiptum, bæði á vinnustað, við maka og fjölskyldumeðlimi o.s.frv. Málfræði er samþætt í samræmi við færni og þekkingarstig nemenda.

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn, stig 3-4

Framhald af námskeiðinu „Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn stig 2-3“. Markmið námskeiðsins er að bæta og auka orðaforða sem notaður er í skóla og á leikskólum. Á námskeiðinu er ítarleg umfjöllun um hagnýtan orðaforða sem tengist daglegum störfum. Lögð er enn frekari áhersla á samskipti við börn, foreldra og samstarfsfólk á vinnustað. Farið er  ítarlegra í málfræði sem samþætt er í samræmi við færni og þekkingarstig nemenda.

Íslenska fyrir skóla- og leikskólastarfsmenn, stig 4

Á þessu námskeiði fá þátttakendur innsýn í daglegt líf leikskóla – og skólabarna. Farið er yfir hvernig dagurinn hefst með móttöku barna og skipulag morgnanna. Þá er skoðað hvernig matartímar fara fram, hvernig samvera og hópastarf er byggt upp, og hvernig börn læra í gegnum leik og samvinnu. Einnig er fjallað um útiveru, klæðnað og mikilvægi hvíldar yfir daginn. Loks er komið að því þegar börnin eru sótt og dagurinn kveður. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem starfa með börnum eða hafa áhuga á að kynnast íslensku leikskólastarfi. Lögð er áhersla á hagnýta notkun tungumálsins í daglegum aðstæðum og að efla skilning og sjálfstraust í samskiptum á íslensku. Jafnframt er markvisst unnið með íslenska málfræði á stigi 4 og henni fléttað saman við æfingar sem miða að því að styrkja talfærni og virka þátttöku í samtölum.

Talþjálfun „Spjöllum saman”

Áhersla er lögð á að þjálfa þátttakendur í samræðum og frásögn í mismunandi aðstæðum. Námsefni og aðferðum er ætlað að koma til móts við þarfir þátttakenda. Forkröfur fyrir þetta 20 kennslutíma námskeið eru að nemendur hafi lokið íslensku á stigum 1, 2 (A1) eða hafi öðlast sambærilega kunnáttu. Áhersla er lögð á að þjálfa færni í frásögn og samræðum í mismunandi aðstæðum þar sem skerpt er á framburði, setningarfræði og grundvallarmálfræði. Nemendur þjálfa samræður um áhugaverð málefni gegnum fjölbreytta nálgun frá kennara.

Undirbúningsnámskeið fyrir íslenskupróf vegna ríkisborgararéttar

Undirbúningsnámskeið fyrir íslenska ríkisborgaraprófið í tungumáli er hnitmiðað og öflugt námskeið sem hefur það að markmiði að efla mál- og samskiptahæfni þátttakenda. Áhersla er lögð á fjölbreyttar æfingar, þar á meðal samræður, framburðarþjálfun, myndalýsingar og leiknar aðstæður, sem styðja við sjálfstæðari tjáningu og betri skilning á íslensku í daglegu lífi.

Auk þess er farið yfir helstu atriði íslenskrar málfræði með áherslu á hagnýta notkun, bæði í rituðu og töluðu máli.

Til að taka þátt í þessu námskeiði þarf nemandinn að hafa lokið 1. og 2. (A1) þrepi í íslensku eða öðlast sambærilega færni.

Enska 1 (A1.1)

Námskeið á stigi 1 er ætlað byrjendum, þar sem nemendur læra enska stafrófið, framburðarreglur og grunnorðaforða. Orðaforðinn er aðlagaður til að gera nemendum kleift að nota einfaldar setningar sem tengjast daglegu lífi. Hann nær meðal annars yfir grunnupplýsingar um einstaklinga, kurteisisorð og daglegar athafnir. Nemendur æfa sig í að tala, skrifa og lesa með skilningi með því að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og efni. Grunnatriði málfræðinnar eru kynnt í samhengi við kennsluefnið.

Enska 2 (A1.2)

Námskeiðið er framhald af fyrsta áfanga og hentar einnig þeim sem hafa öðlast grunnfærni í íslensku. Orðaforðinn er stækkaður til að gera nemendum kleift að mynda flóknari setningar. Orðaforðinn nær meðal annars yfir fjölskyldu, daglegar athafnir, rútínu og útlit. Lögð er áhersla á tal, hlustun, lestur og ritun, með sérstakri áherslu á daglegt mál, með notkun fjölbreyttra kennsluaðferða. Einnig er aukin áhersla lögð á málfræði í tengslum við kennsluefnið.