Talþjálfun „Spjöllum saman”

Talþjálfun „Spjöllum saman”

Fjarnám
Lengd: 20 kennslutímar (20×40 mín)
Verð: 35.000kr.
Tímabil: 20. janúar – 24. mars 2026
Hvenær: þriðjudaga 19:00-21:00

 

Forkröfur fyrir þetta 20 kennslutíma námskeið eru að nemendur hafi lokið íslensku á A1 eða hafi öðlast sambærilega kunnáttu.
  • Námsmat til að fá prófskírteini:
    Nauðsynlegt er að ljúka 80% mætingu og taka virkan þátt í tímum til að fá útskriftarskírteini. Í lok námskeiðsins fer fram stutt upprifjun á námsefninu. 
  • Fyrir hverja:
    Forkröfur fyrir þetta 20 kennslustunda námskeið eru nemendur hafi lokið íslensku á stigum 1 og 2 (A1) eða hafi öðlast sambærilega kunnáttu. Námskeiðið hentar þeim sem vilja bæta færni sína í tali, frásögn og framburði í daglegum samskiptum. 
  • Markmið:
    Markmiðið er þjálfa þátttakendur í samræðum og frásögn í mismunandi aðstæðum, skerpa á framburði, setningafræði og grunnmálfræði, og efla orðaforða. Lögð er áhersla á nota íslensku í lifandi samskiptum og nemendur verði öruggari í tjá sig. 
  • Á námskeiðinu verður fjallað um:
    frásögn og samræður í mismunandi aðstæðum, 
    þjálfun í framburði og hreim,
    grunnatriði í setningagerð og málfræði, 
    orðaforða sem nýtist í daglegu lífi og starfi, 
    munnlegar æfingar og frásagnir um áhugaverð málefni, 
    fjölbreyttar kennsluaðferðir sem koma til móts við þarfir þátttakenda.
  • Aðrar upplýsingar:
    Kennslan byggist á samtölum, hlustunaræfingum og hagnýtum verkefnum sem tengjast raunverulegum aðstæðum. Lögð er áhersla á virka þátttöku og einstaklingsmiðaða leiðsögn kennara.